Stundarfriður 4

Home / Stundarfriður 4

75m2 sumarbústaður 12 km frá Stykkishólmi.

Eldhús með öllum búnaði sem þú þarft til að elda.
Kaffivél, te, brauðrist, pottar, pönnur, eldavél, ofn, ísskápur með litlu frysti, einnig er grill til að grilla (gas innifalið).

Baðherbergi með sturtu og hárþurrku.

Háhraða WiFi, sjónvarp, DVD.

Veitingastaðir:  
Skúrinn, Sjávarpakkhúsið, Narfeyrarstofa. Einnig Pizza Stykkið við hliðina á Bónus, Bakarí , Olis , pulsuvagninn , niður á höfn er ískofinn og fish&chips.

Afþreying:
Góð sundlaug með heitum pottum þar sem borholuvatn er dælt í þá og er vatnið með álika efnum og í bláa lóninu.

Söfn, eldfjallasafn,vatnasafn, Norska húsið, hákarlasafnið að Bjarnarhöfn Helgafellssveit, æðadúnsafnið.

Gallery , Leir 7, Tang og Riis handverk Ingibjargar Ágústssonar.

Sæferðir, allskonar ferðir td viking sushi, gourmet, taste of Iceland, Flateyjarferðir.

Ocean adventures (á facebook).

Way out west travel ( á facebook).

Einnig getur þú tekið ferjuna Baldur yfir til vestfjarða.

Snæfellsþjóðgarður er í 60 km fjarlægð og Kirkjufell í 30 km fjarlægð.

Einnig er kjörið að fá sér gönguferð frá bústaðnum og upp í fjall eða niður í fjöru eða inn í Sauraskóg þar sem Skógræktin hefur grætt upp skóglendi.